Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

búa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 eiga heima (einhvers staðar)
 dæmi: hún býr í Þrándheimi
 dæmi: við búum í sveitinni
 búa saman
 
 dæmi: þau bjuggu saman í tvö ár
 2
 
 vera með bú, búskap, býli
 dæmi: bóndinn bjó á Fossi
 búa góðu búi
 3
 
 búa sig
 
 gera sig tilbúinn, fara í spariföt; fara í yfirhöfn og húfu o.þ.h.
 dæmi: ég þarf að búa mig, ég er að fara í óperuna
 dæmi: búðu þig vel, það er kalt úti
 búa sig til ferðar
 
 gera sig kláran til ferðar
 4
 
 búa + að
 
 búa að <reynslu sinni>
 
 njóta góðs af reynslu sinni
 dæmi: hann býr að því að hafa verið skipskokkur í 40 ár
 búa <vel> að <starfsfólkinu>
 
 veita starfsfólkinu góðan aðbúnað, góða aðstöðu
 dæmi: það er vel búið að nemendum skólans
 5
 
 búa + í
 
 <þetta> býr í <honum>
 
 hann hefur þennan eiginleika
 dæmi: það býr í henni mikið hugrekki
 6
 
 búa + til
 
 fallstjórn: þolfall
 búa til <kerti>
 
 gera, skapa kerti
 dæmi: hann bjó til skutlu úr blaðinu
 dæmi: ég bý mér til hillur úr trékassanum
 búa til mat(inn)
 
 gera, elda matinn
 7
 
 búa + um
 
 fallstjórn: þolfall
 búa um rúmið
 
 gera rúmið snyrtilegt, slétta úr sænginni og breiða teppi fallega yfir það
 búa um <hana>
 
 koma henni fyrir
 dæmi: hann bjó um gestinn í sófanum
 búa um <sárið>
 
 setja umbúðir eða plástur á sárið
 dæmi: læknirinn bjó um meiddu höndina
 8
 
 búa + undir
 
 fallstjórn: þolfall
 búa sig undir <fundinn>
 
 undirbúa sig fyrir fundinn
 dæmi: íbúarnir þurfa að búa sig undir harðan vetur
 dæmi: þau bjuggu sig undir að taka á móti gestunum
 það býr <eitthvað> undir
 
 eitthvað liggur þarna að baki
 9
 
 búa + út
 
 fallstjórn: þolfall
 búa <hana> út
 
 útbúa hana, láta hana fá farangur o.þ.h.
 dæmi: hún bjó börnin út með hlý föt og nesti
 10
 
 búa + við
 
 búa við <fjárhagslegt öryggi>
 
 hafa, lifa við fjárhagslegt öryggi
 dæmi: þau bjuggu við kröpp kjör í borginni
 11
 
 búa + yfir
 
 búa yfir <leyndarmáli>
 
 geyma með sér leyndarmálið, eiga sér leyndarmál
 dæmi: hann býr yfir mikilli þekkingu
 búast
 búinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík