Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brýna so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 hvessa bit verkfæris eða eggjárns, gera það skarpara
 dæmi: hann brýnir vasahnífinn sinn reglulega
 2
 
 brýna <þetta> fyrir <honum>
 
 áminna hann um þetta
 dæmi: hann brýndi fyrir börnunum að vera ekki með læti
 dæmi: hún er alltaf að brýna fyrir mér að aka varlega
 3
 
 hækka (röddina)
 dæmi: hún þurfti að brýna raustina til að yfirgnæfa hávaðann í veðrinu
 4
 
 hvetja (e-n)
 dæmi: hún brýndi þátttakendur til að mæta stundvíslega
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík