Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brún no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 kantur, rönd, barmur
 brúnin á <borðinu>
 2
 
 augabrún
 [mynd]
  
orðasambönd:
 bera <honum> á brýn að <hafa tekið peningana>
 
 ásaka hann um ...
 brúnin á <honum> þyngist
 
 hann verður niðurdregnari að sjá
 hleypa brúnum
 
 lyfta augabrúnunum, oft til að gefa í skyn efa eða vanþóknun
 hleypa/setja í brýnnar/brýrnar
 
 klemma saman augabrúnirnar, verða þungbúinn á svipinn
 hnykla brýnnar/brýrnar
 
 klemma saman augabrúnirnar
 láta brýnnar/brýrnar síga
 
 klemma saman augabrúnirnar, verða þungbúinn á svipinn
 lyfta brúnum
 
 lyfta augabrúnum
 vera léttur á brún
 
 vera glaðlegur á svipinn
 vera þungur á brún/brúnina
 
 vera alvarlegur á svipinn
 það léttist á <honum> brúnin
 
 það glaðnar dálítið yfir honum
 <honum> bregður í brún
 
 honum verður óþægilega við
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík