Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brot no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það þegar e-ð brotnar
 dæmi: brot ljósgeisla í glerplötu
 2
 
 beinbrot
 dæmi: hann hlaut slæmt brot á hné
 3
 
 hluti af e-u stærra
 dæmi: verðið er nú aðeins brot af því sem þá var
 4
 
 stykki af hlut sem hefur farið í sundur
 dæmi: leirkrukkur í brotum
 5
 
 afbrot, yfirsjón
 dæmi: hann var 17 ára þegar hann framdi brotið
 brot á <reglum>
 brot gegn <lögum>
 6
 
 felling í pappír eða klæði
 dæmi: buxur með broti
 7
 
 straumfall í á, vað
 8
 
 stærð bókar eða blaðs
 dæmi: bók í stóru broti
 9
 
 stærðfræði
 hluti af heiltölu, t.d. 0.4, ½
  
orðasambönd:
 <honum> þykir súrt í brotið að <vera hafnað>
 
 ... sættir sig illa við að ...
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík