Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brjótast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 komast áfram með erfiðismunum
 dæmi: hann braust í gegnum skaflana
 dæmi: bílarnir brutust áfram í ófærðinni
 dæmi: sólin brýst í gegnum skýin
 2
 
 brjótast + fram
 
 <áin> brýst fram
 
 áin hleypur fram, ryðst fram
 dæmi: tárin brutust fram í augum hennar
 3
 
 brjótast + inn
 
 brjótast inn
 
 fara í óleyfi inn í hús (til að skemma eða stela), fremja innbrot
 dæmi: þeir brutust inn í bílinn hans
 það var brotist inn <í verslunina>
 4
 
 brjótast + í
 
 <þetta> er að brjótast í <mér>
 
 ég brýt heilann um þetta, hugsa mikið um þetta
 dæmi: ákveðið lag var að brjótast í höfði hennar
 5
 
 brjótast + til
 
 brjótast til <valda>
 
 dæmi: hún hefur brotist til valda í flokknum
 6
 
 brjótast + um
 
 brjótast um
 
 berjast við að losa sig
 dæmi: barnið braust um í fanginu á mömmu sinni
 brjótast um á hæl og hnakka
 
 vera með áköf umbrot, hreyfingar til að losa sig
 dæmi: sá handtekni braust um á hæl og hnakka
 7
 
 brjótast + undan
 
 brjótast undan <konungnum>
 
 losa sig með átökum og baráttu undan honum
 dæmi: siðbótarmenn brutust undan valdi páfans
 8
 
 brjótast + út
 
 <fagnaðarlæti> brjótast út
 
 fagnaðarlæti upphefjast
 eldur brýst út
 
 eldur kemur upp
 það brýst út <stríð>
 
 stríð upphefst
 brjóta
 brotinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík