Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brjóta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 láta (e-ð) brotna, láta (e-ð) fara í sundur
 dæmi: hann missti bollann og braut hann
 dæmi: hún braut hrökkbrauðið í tvennt
 dæmi: krakkarnir brutu fjórar rúður
 2
 
 fara ekki eftir, óhlýðnast (e-u)
 dæmi: þeir hafa brotið lög
 dæmi: fyrirtækið braut reglur um bókhald
 3
 
 brjóta <þá> á bak aftur
 
 vera þeim yfirsterkari, hafa betur í viðureign við þá
 dæmi: herinn braut alla mótspyrnu á bak aftur
 4
 
 brjóta land
 
 ryðja gróðri og trjám af landi til ræktunar
 5
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 brjóta sér leið
 
 ryðjast í gegnum fyrirstöðu
 dæmi: áin braut sér leið í gegnum veginn
 6
 
 brjóta + af
 
 brjóta af sér
 
 brjóta lög, fremja afbrot
 dæmi: maðurinn hefur ekki brotið neitt af sér
 7
 
 brjóta + á
 
 brjóta á <honum>
 
 brjóta reglur í samskiptum við hann
 dæmi: hann telur að lögreglan hafi brotið á sér
 8
 
 brjóta + gegn
 
 a
 
 brjóta gegn <reglunum>
 
 fara ekki eftir reglunum, óhlýðnast þeim
 dæmi: meðferð fanganna brýtur gegn alþjóðalögum
 b
 
 brjóta gegn <henni>
 
 fremja kynferðisbrot á henni
 9
 
 brjóta + niður
 
 a
 
 brjóta <hana> niður
 
 lama styrk hennar, gera hana auma
 b
 
 brjóta <fæðuna> niður
 
 vinna næringarefni úr fæðunni, melta fæðuna
 10
 
 brjóta + saman
 
 brjóta <fötin> saman
 
 leggja fötin snyrtilega saman
 dæmi: hann brýtur saman handklæðin
 11
 
 brjóta + um
 
 brjóta <textann> um
 
 setja textann á síður, gera umbrot á textanum
 12
 
 brjóta + undir
 
 brjóta undir sig <ríkið>
 
 taka ríkið með hervaldi, leggja það undir sig
 dæmi: víkingarnir komu af hafi og brutu undir sig ýmis héruð
 13
 
 brjóta + upp
 
 brjóta upp <skóladaginn>
 
 koma með tilbreytingu í skóladaginn
 dæmi: í gær var skólastarfið brotið upp með leikritum og söng
 14
 
 brjóta + upp á
 
 brjóta upp á <einhverju nýju>
 
 finna upp á einhverju nýju, koma fram með e-ð nýtt
 dæmi: hann reyndi að brjóta upp á nýju umræðuefni
  
orðasambönd:
 brjóta heilann
 
 hugsa stíft um e-a ráðgátu
 brjóta ísinn
 
 hafa frumkvæði að samskiptum (sem hafa legið niðri)
 brjótast
 brotinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík