Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

brjóst no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 efri hluti búks að framanverðu
 dæmi: hann krosslagði hendurnar á brjóstinu
 dæmi: hjartað barðist í brjósti hans
 berja sér á brjóst
 
 slá um sig, upphefja sjálfan sig
 2
 
 konubrjóst, mjólkurkirtlar
 gefa barninu brjóst
 hafa barn á brjósti
  
orðasambönd:
 bera <hag félagsins> fyrir brjósti
 
 vera mjög annt um hagsmuni félagsins
 blása <honum> <metnaði> í brjóst
 
 hvetja hana áfram, sýna henni stuðning
 hafa ekki brjóst í sér til að <reka hann heim>
 
 geta ekki fengið sig til þess að reka hann heim
 kenna í brjósti um <hana>
 
 vorkenna henni
 láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna
 
 vera óhræddur, hugaður
 segja það sem <manni> býr í brjósti
 
 segja upphátt það sem maður hugsar
 <þetta> fer fyrir brjóstið á <honum>
 
 honum líkar þetta illa
 <honum> rennur í brjóst
 
 hann blundar, dottar
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík