Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 brenna so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 eyða (e-u) í eldi, láta (e-ð) loga
 dæmi: hún brenndi bréfin í arninum
 dæmi: hann brennir gömlu dagblöðunum
 dæmi: allur úrgangur er brenndur
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 svíða (e-ð) með hita eða eldi
 dæmi: kaffið er brennt og malað
 brenna sig
 
 dæmi: ég brenndi mig á heitu vatni
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 nota (e-ð) sem eldsneyti
 dæmi: flugvélin brennir miklu eldsneyti
 4
 
 fallstjórn: þágufall
 brjóta (fæðu) niður í efnaskiptum líkamans
 dæmi: líkaminn brennir fæðunni
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 brenna sig á <þessu>
 
 gera þessi mistök, fara illa út úr þessu
 dæmi: margir hafa brennt sig á því að taka of há lán
 6
 
 hraða sér eitthvert á bíl, bruna
 dæmi: þau brenndu í kaupstaðinn
  
orðasambönd:
 hafa nóg að bíta og brenna
 
 hafa næg efni til að framfleyta sér
 brenna
 brennast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík