Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 brenna so info
 
framburður
 1
 
 taka eld, eyðast í eldi
 dæmi: pappírinn brennur
 dæmi: húsið brann til grunna
 dæmi: eldspýtan brann upp
 brenna til kaldra kola
 
 brenna alveg upp
 2
 
 gefa frá sér eld, loga
 dæmi: eldur brennur í arninum
 dæmi: eldurinn brann í augum hans
 3
 
 vera heitur, ákafur
 dæmi: ástin brennur í brjósti hans
 dæmi: ég brenn af óþolinmæði
 4
 
 brenna + á
 
 <spurningin> brennur á <mér>
 
 spurningin er áleitin, mig dauðlangar að bera hana upp
 5
 
 brenna + fyrir
 
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 brenna fyrir <þetta/þessu>
 
 hafa mikinn áhuga á þessu, gefa sig allan í þetta
 6
 
 brenna + inni
 
 a
 
 brenna inni <í húsinu>
 
 deyja þar í eldsvoða
 b
 
 brenna inni með <þetta>
 
 vera of seinn með þetta, missa af þessu
 7
 
 brenna + út
 
 a
 
 <kertið> brennur út
 
 kertið brennur upp til agna, eyðist
 b
 
 brenna út
 
 verða þurrausinn í starfi, missa neistann
 dæmi: hann kenndi við menntaskólann þar til hann brann alveg út
 8
 
 brenna + við
 
 brenna við
 
 ofhitna í potti og festast við botninn
 dæmi: sósan er brunnin við
 það vill brenna við að <öryggi sé ónógt>
 
 það vill henda, það kemur stundum fyrir að ...
  
orðasambönd:
 láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna
 
 vera hugaður, kaldur, kjarkmikill
 brenna
 brunninn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík