Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bregða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 gera snögga hreyfingu
 dæmi: skylmingamennirnir brugðu sverðum sínum
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 bregða sér <burt>
 
 fara, skreppa burt
 dæmi: þau brugðu sér til Stokkhólms um helgina
 dæmi: hann brá sér í bíó
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 fara í (búning, gervi, hlutverk)
 dæmi: hann bregður sér stundum í gervi jólasveinsins
 dæmi: hún brá sér í hlutverk heimsku ljóskunnar
 4
 
 frumlag: þágufall
 verða hverft við, verða bilt við, kippast til
 dæmi: mér brá þegar ég sá reikninginn
 dæmi: láttu þér ekki bregða þótt hann hafi fitnað
 <mér> bregður í brún
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 gera (e-m) bilt við, hverft við
 dæmi: hættu að bregða henni sífellt
 bregða fæti fyrir <hana>
 
 a
 
 rétta út fótinn svo að hún detti
 b
 
 trufla áform hennar, baka henni vandræði
 6
 
 fallstjórn: þágufall
 breyta (e-u)
 bregða litum
 
 skipta litum, verða fölur eða rjóður
 bregða (ekki) vana sínum
 
 breyta (ekki) vana sínum
 dæmi: hann brá ekki vana sínum og heimsótti okkur um jólin
 það bregður til <sunnanáttar>
 
 það skiptir yfir í sunnanátt
 7
 
 bregða + á
 
 bregða á leik
 
 a
 
 leika sér, hlaupa um og ærslast
 b
 
 vera með gamansemi
 bregða á það ráð að <fara með bæn>
 
 grípa til þess ráðs
 8
 
 bregða + fyrir
 
 <þessu> bregður fyrir
 
 frumlag: þágufall
 þetta birtist, er séð í stutta stund
 dæmi: iðulega brá fyrir eldingum
 dæmi: skólastjóranum bregður oft fyrir á göngunum
 bregða fyrir sig <frönsku>
 
 grípa til frönsku
 dæmi: leikarinn getur brugðið fyrir sig mörgum ólíkum röddum
 9
 
 bregða + upp
 
 fallstjórn: þágufall
 sýna (í bókarsíðu, á vegg)
 dæmi: forstjórinn brá upp línuriti af hagnaði ársins
 dæmi: bókarhöfundur bregður upp hrífandi mynd af söngvaranum
 10
 
 bregða + út af
 
 það má ekkert út af bregða
 
 ekkert má fara úrskeiðis, ekkert má út af bera
 11
 
 bregða + við
 
 bregða við
 
 sýna viðbrögð
 dæmi: við brugðum skjótt við og hjálpuðum nágrönnunum
 <þá> bregður svo við
 
 þá gerist það óvænta
 dæmi: þá brá svo við að tröllið varð að steini
 dæmi: eftir þetta brá svo við að honum batnaði
 12
 
 bregða + yfir
 
 bregða yfir sig <sjali>
 
 setja sjal á herðarnar (á ferð, í flýti)
  
orðasambönd:
 það getur brugðið til beggja vona
 
 það getur farið á hvorn veginn sem er
 bregðast
 brugðið
 brugðinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík