Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

braut no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sléttur flötur sem farartæki ferðast eftir, vegur
 dæmi: flugvélin lenti á brautinni
 2
 
 afmörkuð eða fyrir fram ákveðin leið sem keppendur í íþróttum fara eftir (t.d. hlaupandi, syndandi eða á hjóli)
 dæmi: hann synti á þriðju braut
 3
 
 leiðin sem himinhnöttur fer um
 dæmi: tunglið er á braut umhverfis jörðina
 4
 
 námsbraut í skóla, námsleið
 dæmi: 50 nemendur stunda nám á brautinni
  
orðasambönd:
 fara inn á <nýja og spennandi> braut
 
 byrja á einhverju nýju
 halda áfram á <sömu> braut
 
 gera áfram það sem maður var byrjaður á
 ryðja brautina
 
 undirbúa aðstæður fyrir breytingar
 dæmi: þeir ruddu brautina fyrir framfarir í sjávarútvegi
 ryðja <hugsjónum sínum> braut
 
 afla hugsjónum sínum fylgis
 vera á réttri braut
 
 gera það rétta (til að ná markmiðinu)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík