Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bragð no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 skynjun á tungu, bragðskyn
 bragð að/af <matnum>
 <vínið> er <sætt> á bragðið
 2
 
 klækjafullt ráð eða aðferð
 dæmi: honum datt bragð í hug
 beita brögðum
  
orðasambönd:
 falla á sjálfs sín bragði
 
 fara flatt á eigin grikk (sem var öðrum ætlaður)
 koma <honum> á bragðið <að nota netbanka>
 
 láta hann kynnast og venjast því
 láta koma krók á móti bragði
 
 svara bragði með öðru snjallara
 neyta allra bragða til að <afla sér vinsælda>
 
 nota öll ráð til að ...
 taka það til bragðs að <gera sér snjóhús>
 
 grípa til þess úrrræðis að ...
 vera <glaður> í bragði
 
 vera glaðlegur
 það eru brögð í tafli
 
 hér búa undir einhver svik eða blekking
 það eru <mikil> brögð að <búðahnupli>
 
 það er mikið um búðahnupl
 <segja þetta> að bragði
 
 segja þetta strax
 <yrða á hana> að fyrra bragði
 
 verða fyrri til að yrða á hana
 <ástandið gjörbreyttist> á lifandi bragði
 
 ... mjög snöggt, á augabragði
 <bókin varð betri> fyrir bragðið
 
 ... vegna þessa, fyrir vikið
 <finna engan galla> í fljótu bragði
 
 ... við fyrstu sýn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík