Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bót no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 efnisbútur festur á flík, bútur notaður til viðgerðar
 dæmi: peysan er með bætur á olnbogunum
 2
 
 breyting til batnaðar, lagfæring
 það er bót að <nýja veginum>
 ráða bót á <vandanum>
 
 dæmi: það þarf að ráða bót á göllum gildandi laga
 þetta stendur til bóta
 <þessi breyting> er til bóta
 3
 
 bætt heilsa, lækning
 fá bót meina sinna
 <meðalið> er allra meina bót
  
orðasambönd:
 bíða <þessa> <aldrei> bætur
 
 ná sér aldrei eftir þetta
 eiga ekki bót fyrir rassinn á sér
 
 vera alveg peningalaus
 lofa bót og betrun
 
 heita því að bæta ráð sitt
 dæmi: hún grét og lofaði bót og betrun
 mæla <honum> bót
 
 afsaka hann
 dæmi: síst ætla ég að mæla ríkisstjórninni bót
 það er bót í máli að <enginn hefur meiðst>
 
 sem betur fer hefur enginn meiðst
 bætur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík