Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

botn no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 (flatur) neðsti hluti e-s
 dæmi: grjótið á botni lækjarins
 2
 
 afturendi, rass
 3
 
 innsti hluti fjarðar eða dals
 botninn á <dalnum, firðinum>
 4
 
 seinni partur vísu
 5
 
 kökubotn, lag í laglöku
  
orðasambönd:
 botninn dettur úr <þessum ráðagerðum>
 
 þær verða ekki að neinu
 drekka í botn
 
 tæma glasið í einum teyg
 fá botn í <málið>
 
 komast að niðurstöðu í málinu
 gefa allt í botn
 
 keyra mjög hratt, stíga fast á bensínið
 komast til botns í <málinu>
 
 öðlast skilning á málinu
 slá botninn í <bréfið>
 
 ljúka bréfinu
 <þetta er hárrétt hjá honum> þegar öllu er á botninn hvolft
 
 ... þegar allt kemur til alls
 <stilla tónlistina> í botn
 
 ... mjög hátt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík