Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

borð no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 húsgagn með plötu og á fótum (fæti)
 [mynd]
 dúkað borð
 <flytja ræðu> undir borðum
 
 halda ræðu við borðhaldið
 2
 
 fjöl, viðarplata
 3
 
 innra rými skips eða flugvélar
 dæmi: tækin um borð í flugvélinni
 falla fyrir borð
 fara/ganga um borð
 fara frá borði
 <bátur með fjórum mönnum> innan borðs
  
orðasambönd:
 bera skarðan hlut frá borði
 
 fá minna en aðrir
 ... á annað borð ...
 
 .. hvort sem er, yfirhöfuð
 dæmi: það er margsannað að vilji menn á annað borð brjóta upp læsingarnar geta þeir það
 berja í borðið
 
 láta skýrt í ljós andstöðu sína
 hlutur <hans> er fyrir borð borinn
 
 ekki er tekið tillit til hans hagsmuna
 koma ár sinni (vel) fyrir borð
 
 koma sér í góða aðstöðu, sterka stöðu
 leggja spilin á borðið
 
 kynna allar staðreyndir málsins
 sitja við sama borð og <aðrir>
 
 hafa sömu möguleika og aðrir
 sjá sér leik á borði
 
 grípa tækifærið
 vera meiri í orði en á borði
 
 tala meira en framkvæma minna
 <ég þekki ekkert bókasafn> á borð við <þetta>
 
 ég þekki ekkert bókasafn sem er sambærilegt við þetta
 <samkomulagið er gott> á ytra borðinu
 
 samkomulagið er gott á yfirborðinu
 <þetta mál> kemur upp á borðið
 
 þetta mál berst í tal, fær athygli
 <þau> skilja að borði og sæng
 
 þau slíta hjúskap, hætta að búa saman
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík