Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

blóð no hk
 
framburður
 beyging
 rauður vökvi í æðum
 dæmi: slasaði maðurinn missti mikið blóð
 dæmi: blóðið hljóp fram í kinnar hennar
 liggja í blóði sínu
 
 liggja slasaður eða særður
 taka <sjúklingnum> blóð
  
orðasambönd:
 blóð, sviti og tár
 
 mikil áreynsla og fórnir
 dæmi: verkafólkið barðist fyrir rétti sínum með blóði, svita og tárum
 hafa blátt blóð í æðum
 
 vera aðalsmaður eða konungborinn
 hafa <þetta> í blóðinu
 
 hafa þetta meðfætt
 dæmi: þessi börn virðast fæðast með taktinn í blóðinu
 hold og blóð
 
 líkamleg vera, áþreifanlegur líkami
 dæmi: þetta var engin vofa heldur maður af holdi og blóði
 úthella blóði
 
 drepa (með vopni)
 <ferill harðstjórans> er blóði drifinn
 
 ... hann á mörg morð að baki
 <henni> er <söngurinn> í blóð borinn
 
 söngurinn er henni meðfæddur
 <viðbrögð stjórnarinnar> hleypa illu blóði í <verkfallsmenn>
 
 ... gera þá reiða, espa þá
 <myrða manninn> með köldu blóði
 
 ... á kaldrifjaðan hátt
 <mér> rennur blóðið til skyldunnar
 
 mér ber skylda til e-s
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík