Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

blása so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 hreyfa loftið, búa til gust með andardrættinum
 dæmi: hún blés reyknum út úr sér
 dæmi: hann blés á kertið
 blása ekki úr nös
 
 vera ekkert móður
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 blása hárið
 
 þurrka hárið með hárblásara
 3
 
 (um vind) hreyfast
 dæmi: vindurinn blæs af norðri
 dæmi: það er farið að blása
 4
 
 blása + af
 
 fallstjórn: þolfall
 blása <fundinn> af
 
 hætta við fundinn
 5
 
 blása + á móti
 
 þegar á móti blæs
 
 þegar erfiðleikar steðja að
 dæmi: alltaf þegar á móti blés hjálpuðu þau hvert öðru
 6
 
 blása + í
 
 blása í <lúður>
 
 spila á lúður
 7
 
 blása + til
 
 blása til <orustu>
 
 hefja orustu
 8
 
 blása + upp
 
 a
 
 blása upp <blöðru>
 
 fallstjórn: þolfall
 fylla blöðru af lofti, með munninum eða pumpu
 b
 
 <landið> blæs upp
 
 moldin, jarðvegurinn fýkur burt
 c
 
 <málið> er blásið upp
 
 mikið er gert úr málinu
 dæmi: mútumálið var blásið upp í blöðunum
 9
 
 blása + út
 
 blása út
 
 þenjast, tútna út
 dæmi: brauðið blés út í ofninum
  
orðasambönd:
 það blæs ekki byrlega fyrir <honum>
 
 hagur hans er ekki góður, honum gengur ekki vel
 blásinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík