Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

blasa so info
 
framburður
 beyging
 <kirkjan> blasir við
 
 kirkjan er mjög sýnileg, kirkjan sést vel
 dæmi: mörg málverk blöstu við á veggjunum
 dæmi: alls staðar blasti við sóðaskapur og fátækt
 <fjallið> blasir við <mér>
 
 er beint fyrir framan mig
 dæmi: rautt umferðarljós blasti við okkur
 <gjaldþrot> blasir við <fyrirtækinu>
 
 er í augsýn, virðist vera fram undan
 dæmi: mikill vandi blasir við heilbrigðisþjónustunni
 <styttan> blasir við augum
 
 sést mjög vel
 dæmi: eyjan blasti við augum úti við sjóndeildarhring
 <eyðileggingin> blasir við sjónum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík