Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

blanda so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 rugla (e-u) saman, gera einn massa úr ýmsum innihaldsefnum
 dæmi: ég blandaði hvítum lit við þann bláa
 dæmi: hún blandaði vatni út í drykkinn sinn
 dæmi: bókin blandar saman pólitík og sagnfræði
 dæmi: blandið saman vatni, eggi og sykri
 dæmi: öllu er blandað saman í skál
 2
 
 blanda <sér> í málið
 
 hafa afskipti af málinu
 dæmi: hann vill alls ekki blanda lögreglunni í málið
 3
 
 blanda geði við <hana>
 
 hafa samskipti við hana
 dæmi: hún blandar helst geði við aðra rithöfunda
 blandast
 blandaður
 blandinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík