Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

birta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera opinbert, láta koma út, t.d. á prenti
 birta <smásögu>
 dæmi: greinin var birt í tímaritinu
 2
 
 lögfræði
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 láta ákæru koma fyrir augu sakbornings
 birta <henni> <dóminn>
 dæmi: honum hefur nú verið birt ákæran
 3
 
 frumlag: það
 það birtir
 
 það verður bjart
 það birtir af degi
 
 það verður bjart við sólarupprás
 það birtir til
 
 þungbúinn himinn verður bjartari
 dæmi: um miðjan dag birti til og sólin skein glatt
 það birtir upp
 
 það verður bjartara (í dimmviðri)
 dæmi: skyndilega birti upp og fossinn sást greinilega
 það birtir yfir <henni>
 
 hún verður glaðari
 dæmi: það birti yfir honum þegar ég sagði honum nafn mitt
 birtast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík