Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 mæla so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 tala einhver orð, segja (e-ð)
 dæmi: góðan dag, mælti hún
 dæmi: hann mælti til hennar nokkur orð
 að svo mæltu
 
 eftir að hafa sagt það
 dæmi: hún gekk burt að svo mæltu
 mæla af munni fram
 
 tala óundirbúið, blaðalaust
 mega vart mæla
 
 geta varla talað (t.d. fyrir geðshræringu)
 mæla ekki orð frá munni/vörum
 
 segja ekkert
 mæla sér mót
 
 ákveða stefnumót
 dæmi: við mæltum okkur mót við gosbrunninn
 mæla svo fyrir (um)
 
 fyrirskipa þannig
 dæmi: hann mælti svo fyrir að lík hans yrði brennt
 þú hefur lög að mæla
 
 þú talar viturlega, þú hefur rétt fyrir þér
 2
 
 það mælir <margt> á móti <þessu>
 
 það eru mörg rök gegn þessu
 dæmi: það mælir ýmislegt á móti því að nota svefnlyf
 það mælir <ekkert> gegn <þessu>
 
 það eru engin rök gegn þessu
 3
 
 mæla með <þessu>
 
 veita þessu meðmæli sín
 dæmi: ég get sannarlega mælt með þessum veitingastað
 dæmi: hún mælir með að við lesum reglugerðina
  
orðasambönd:
 það var eins og við manninn mælt
 
 það gerðist samstundis (að ...)
 dæmi: það var eins og við manninn mælt að salurinn fylltist af fólki
 mælast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík