Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hverfa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 vera ekki lengur til staðar
 dæmi: penninn hverfur alltaf úr vasa mínum
 dæmi: bókin er horfin
 dæmi: sólin hvarf bak við ský
 dæmi: ég sá hana hverfa út um dyrnar
 dæmi: brosið hvarf af andliti hans
 dæmi: mennirnir hurfu inn í þokuna
 hverfa á braut/brott
 
 dæmi: maðurinn beið góða stund en hvarf svo á braut
 hverfa af sjónarsviðinu
 
 deyja (út)
 dæmi: risaeðlurnar eru horfnar af sjónarsviðinu
 hverfa eins og dögg fyrir sólu
 
 dæmi: vonbrigði hennar hurfu eins og dögg fyrir sólu
 hverfa úr augsýn
 
 dæmi: bíllinn ók burt og hvarf úr augsýn
 dæmi: lestin er horfin úr augsýn
 2
 
 hverfa + að
 
 hafa ekki að neinu að hverfa
 
 hafa ekkert til að snúa sér til, engan stað eða manneskju
 dæmi: ég hafði ekki lengur að neinu að hverfa í þessari borg
 3
 
 hverfa + frá
 
 hverfa frá <fyrirætluninni>
 
 hætta við hana
 dæmi: þeir hafa horfið frá því að gera virkjun í ánni
 verða/þurfa frá að hverfa
 
 verða að fara
 dæmi: margir aðdáendur söngvarans urðu frá að hverfa vegna fjölmennis
 4
 
 hverfa + til
 
 hverfa til <fyrri stjórnarhátta>
 
 snúa til fyrri hátta
 dæmi: við viljum ekki hverfa aftur til fortíðarinnar
 dæmi: hann er horfinn til annarra starfa
 horfinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík