Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

belgur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 poki, skinnpoki
 dæmi: belgur úr hreindýraskinni
 2
 
 magi
 dæmi: kötturinn er svartur með hvítan belg
 3
 
 víði hlutinn á íláti
 dæmi: belgurinn á staupinu
  
orðasambönd:
 gjalda <honum> rauðan belg fyrir gráan
 
 gjalda honum líku líkt, illt með illu
 leggja orð í belg
 
 koma inn í samræðurnar
 tala í belg og biðu
 
 tala ákaft og án hlés
 gamalt vín á nýjum belgjum
 
 e-ð gamalt í nýjum umbúðum
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Belgur</i>: Ef.et. belgs eða belgjar.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík