Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

beita so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: (þolfall +) þágufall
 viðhafa, nota (e-ð)
 dæmi: þú beitir hnífnum ekki rétt
 dæmi: við beitum nýrri tækni við framleiðsluna
 dæmi: hann beitti allri sinni mælsku
 dæmi: þeir reyndu að beita áhrifum sínum
 beita vopnum
 beita <hana> ofbeldi
 beita valdi
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 beita sér
 
 sýna frumkvæði, kapp, áhuga
 beita sér fyrir <samkomulagi>
 
 dæmi: ráðherrann beitti sér fyrir endurbótum á veginum
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 beita <hestum> fyrir <vagninn>
 
 festa vagninn við hestana
 dæmi: hesti var beitt fyrir sleðann
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 setja beitu á öngul
 dæmi: hann beitti öngulinn
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 láta búfénað á beit
 dæmi: þeir beittu hestunum á túnið
 6
 
 sigla skáhallt móti vindi, sigla beitivind
 dæmi: þeir beittu upp í vindinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík