Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bein no hk
 
framburður
 beyging
 stykki af hörðum stoðvef í líkama manna og hryggdýra
 [mynd]
  
orðasambönd:
 bera beinin <þar>
 
 deyja þar
 hafa bein í nefi/nefinu
 
 vera ákveðinn, vita hvað maður vill
 hafa enga eirð í sínum beinum
 
 vera eirðarlaus
 hafa enga ró í sínum beinum
 
 vera eirðarlaus
 helvítis beinið
 
 sagt þegar manni mislíkar við einhvern
 hvíla lúin bein
 
 hvíla sig
 sitja flötum beinum
 
 sitja með beina fætur
 skjálfa á beinunum
 
 skjálfa í öllum líkamanum (af hræðslu)
 taka <hana> á beinið
 
 veita henni áminningu
 það var eins og <hún> ætti í mér hvert bein
 
 það var eins og ég væri besti vinur hennar
 <kommúnisminn> er eitur í <hans> beinum
 
 honum er ákaflega illa við hann
 <þessi athugasemd> nístir <hana> í gegnum merg og bein
 
 athugasemdin kemur mjög illa við hana
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík