|
framburður |
| beyging |
| 1 |
|
| ganglimur manns eða dýrs | | dæmi: hann meiddist á fæti |
|
| 2 |
|
| uppistaða á húsgagni, stólfótur, borðfótur o.s.frv. | | dæmi: kollur með þrjá fætur |
|
| 3 |
|
| neðsti hluti e-s, t.d. súlu |
|
| 4 |
|
| mælieining á hæð leturlínu á prenti | | dæmi: 12 punkta letur á 15 punkta fæti |
|
| orðasambönd: |
| bregða fæti fyrir <hana> |
|
|
| bregða undir sig betri fætinum |
|
|
| drepa <þar> niður fæti |
|
| koma þar við en stoppa stutt |
|
| eiga fótum fjör að launa |
|
| þurfa að flýta sér þaðan á hlaupum |
|
| falla <honum> til fóta |
|
|
| fara á fætur |
|
|
| gefa <honum> undir fótinn |
|
|
| gefa <honum> undir fótinn með <þetta> |
|
|
| geta í hvorugan fótinn stigið |
|
| vita ekki hvernig maður á að vera |
|
| hafa fast land undir fótum |
|
| finnast maður vera öruggur |
|
| hlaupa upp til handa og fóta |
|
|
| hlaupa við fót |
|
|
| hreyfa ekki/hvorki hönd né fót |
|
|
| kippa fótunum undan <rekstrinum> |
|
| eyðileggja rekstragrundvöll fyrirtækisins |
|
| koma á fót <fyrirtæki> |
|
|
| koma fótunum undir <fyrirtækið> |
|
|
| koma undir sig fótunum |
|
| leggja grundvöll að sjálfstæði sínu |
|
| leggja heiminn að fótum sér |
|
|
| leggja land undir fót |
|
|
| missa fótanna |
|
|
| reisa <hana> á fætur |
|
| hjálpa henni að standa upp |
|
| reka <hana> á fætur |
|
| skipa henni að fara út úr rúminu |
|
| rísa á fætur |
|
|
| rjúka upp til handa og fóta |
|
|
| setja á fót <fyrirtæki> |
|
|
| setja fótinn fyrir <hana> |
|
| bregða fæti fyrir hana, gera henni óleik |
|
| spretta á fætur |
|
|
| spyrna við fótum |
|
|
| standa á eigin fótum |
|
|
| standa á fætur |
|
|
| standa á því fastara en fótunum að <þetta hafi verið morð> |
|
| halda því staðfastlega fram |
|
| standa höllum fæti |
|
|
| standa í fæturna |
|
|
| stinga við fæti/fótum |
|
|
| taka til fótanna |
|
|
| troða <hana> undir fótum |
|
|
| tylla <þar> niður fæti |
|
|
| vera á fallanda fæti |
|
| vera orðinn mjög hrörlegur |
|
| vera á fótum |
|
|
| vera frár á fæti |
|
| geta gengið eða hlaupið hratt |
|
| vera kominn að fótum fram |
|
| vera gamall og heilsulaus |
|
| vera kvikur á fæti |
|
| vera léttur á sér, léttfættur |
|
| vera léttur á fæti |
|
| vera léttfættur, léttur á sér |
|
| vera með annan fótinn <í borginni> |
|
| eyða þar jafn miklum tíma og heima hjá sér |
|
| vera með báða fætur á jörðinni |
|
|
| það er ekki/enginn fótur fyrir <þessu> |
|
| þetta á sér enga stoð í veruleikanum |
|
| það hallar undan fæti |
|
|
| það verður uppi fótur og fit |
|
|
| þora í hvorugan fótinn að stíga |
|
|
| <hlaupa upp götuna> eins og fætur toga |
|
| hlaupa eins hratt og mögulegt er upp götuna |
|
| <þetta> er <henni> fjötur um fót |
|
| þetta er heftir hana, er henni til trafala |
|
| <honum> skrikar fótur |
|
|
| <fyrirtækið> stendur höllum fæti |
|
|
| <fyrirtækið> stendur traustum fótum |
|
| rekstur fyrirtækisins er öruggur |
|
| <hún> veit ekki í hvorn fótinn <hún> á að stíga |
|
|