Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bátur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 lítið farartæki á vatni drifið af seglum, mótor eða árum
 [mynd]
 2
 
 bátlaga stykki af ávexti, t.d. appelsínu- eða eplabátur
  
orðasambönd:
 gefa <öll þessi áform> upp á bátinn
 
 hætta við öll þessi áform
 leggja árar í bát
 
 gefast upp
 vera á sama báti og <hún>
 
 vera í sömu aðstöðu og hún
 vera einn á báti
 
 vera einn, t.d. með verkefni, í afstöðu, í tiltekinni aðstöðu
 það gefur á bátinn
 
 erfiðleikar steðja að
 það kemur babb í bátinn
 
 það kemur upp vandamál, smáhindrun
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Bátur</i>: þgf.et. bát eða báti (sbr. orðasambandið <i>vera einn á báti</i>).
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík