Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

dagur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sólarhringur
 virkur dagur
 
 venjulegur dagur sem er hvorki frídagur né helgidagur, hversdagur
 <koma til borgarinnar> að kvöldi dags
 <halda fund> að morgni dags
 <salan eykst> dag frá degi
 2
 
 sá tími sólarhrings þegar bjart er
 góðan dag/daginn
 
 kveðja þegar menn hittast að degi til
 degi er tekið að halla
 það birtir af degi
 <snúa heim á leið> að áliðnum degi
 <ferðin var farin> að degi til
 <láta sér leiðast> allan liðlangan daginn
 <vera í vinnunni> á daginn
 <þetta gerðist> árla dags
 <veðrið er gott> í dag
 <hugsa málið> lengi dags
  
orðasambönd:
 bera hita og þunga dagsins
 
 sjá um erfitt verkefni og bera ábyrgðina
 dagar <kommúnismans> eru taldir
 
 tími kommúnismans er liðinn
 eftir <hans> dag
 
 eftir að hann var fallinn frá, að honum látnum
 eiga ekki sjö dagana sæla
 
 eiga í miklum erfiðleikum
 enn þann dag í dag
 
 alveg fram á okkar tíma
 fyrir <hans> dag
 
 áður en hann fæddist
 gera sér glaðan dag
 
 halda upp á eitthvað
 láta hverjum degi nægja sína þjáningu
 
 lifa fyrir einn dag í einu
 leggja nótt við dag
 
 vinna hörðum höndum allan sólarhringinn
 líta aldrei glaðan dag
 
 vera aldrei glaður
 ráða <hana> af dögum
 
 myrða hana
 það hefur <ýmislegt> drifið á daga <hans>
 
 hann hefur upplifað ýmislegt
 það er deginum ljósara að <hann hefur aldrei kynnt sér málið>
 
 það kemur berlega í ljós að hann hefur ekki kannað málið
 það kemur á daginn að <hann hafði stolið öllum peningunum>
 
 það er ljóst að hann hafði stolið allri upphæðinni
 <það var mikill ófriður í landinu> á dögum <Snorra Sturlusonar>
 
 það var stríðsástand þegar hann var uppi, á hans tíma
 <þau gistu hjá okkur> á dögunum
 
 þau gistu hjá okkur um daginn
 <vinna í fiski> daginn út og inn
 
 stunda fiskvinnslu alla daga á löngu tímabili
 <gera tóma vitleysu> eins og fyrri daginn
 
 gera algjöra vitleysu eins og vanalega
 <þetta> er deginum ljósara
 
 þetta er fullkomlega skýrt
 <þannig var lífið> forðum daga
 
 þannig var lífið fyrr á tímum
 <þetta þótti fínt> í gamla daga
 
 þetta fannst mönnum ágætt fyrr á tímum
 <það var ekkert sjónvarp> í þá daga
 
 það var ekkert sjónvarp á þeim tíma
 <þræla> nótt sem nýtan dag
 
 puða sífellt, sí og æ
 <þetta er fátíður sjúkdómur> nú á dögum
 
 sjúkdómurinn er sjaldgæfur á okkar tímum
 <það er lítið mál að ferðast> nú til dags
 
 það er einfalt að ferðast á okkar tímum
 <hún hefur ferðast víða> um dagana
 
 hún hefur ferðast víða á sinni ævi
 <hann kom hingað> um daginn
 
 hann kom hingað fyrir nokkrum dögum
 <spjalla við hana> um daginn og veginn
 
 ræða við hana um almenn málefni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík