Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hjá fs
 
framburður
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 (um staðsetningu) í nálægð við/fast við (e-ð/e-n)
 dæmi: má ég setjast hjá þér?
 dæmi: við ákváðum að hittast um kvöldið hjá kirkjunni
 rétt hjá
 
 alveg við (e-ð)
 dæmi: við fórum inn á veitingahús rétt hjá höfninni
 2
 
 í umsjá/skjóli e-s, á heimili e-s
 dæmi: þau bjuggu oftast hjá vinafólki sínu þegar þau komu í bæinn
 dæmi: ég skildi lyklana eftir hjá húsverðinum
 dæmi: hún hefur alla tíð unnið hjá ríkinu
 heima hjá e-m
 
 á heimili e-s
 dæmi: stjórnin hélt fund heima hjá formanninum
 3
 
 af hálfu/meðal (e-ra/e-s)
 dæmi: ferðirnar eru mjög vinsælar hjá eldra fólki
 dæmi: hann nýtur trausts hjá stjórn fyrirtækisins
 dæmi: bókin fékk góða dóma hjá gagnrýnendum
 4
 
 í samanburði við
 dæmi: þú færð að vísu vexti en það er ekkert hjá því sem hægt er að græða á hlutabréfum
 5
 
 í netföngum = @
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík