Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

barn no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 afkvæmi manns, sonur eða dóttir einhvers
 dæmi: barnið svaf í vöggunni
 dæmi: þau eiga fjögur börn
 taka á móti barni/barninu
 
 aðstoða við barnsfæðingu
 vera með barni
 
 vera ófrísk
 <hjónunum> varð ekki barna auðið
 
 þau eignuðust ekki börn
 2
 
 ung manneskja (samkvæmt lögum yngri en átján ára)
 dæmi: þau voru bara börn þegar þau fóru að búa saman
  
orðasambönd:
 þetta verður aldrei barn í brók
 
 það verður aldrei neitt úr þessu
 þau áttu börn og buru
 
 þau eignuðust börn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík