Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

dyr no kvk ft
 
framburður
 beyging
 op á húsi eða herbergi sem gengið er um
 berja að dyrum
 knýja dyra
 
 gamalt
 dyrnar að <herberginu>
 dyrnar á <húsinu>
 koma <alls staðar> að lokuðum dyrum
 
 1
 
 koma að læstu húsi
 2
 
 fara erindisleysu
 reka <hana> á dyr
 rjúka á dyr
 varpa <honum> á dyr
 vísa <honum> á dyr
 <fundurinn fór fram> fyrir luktum dyrum
  
orðasambönd:
 gera hreint fyrir sínum dyrum
 
 segja sannleikann, játa sannleikann
 koma til dyranna eins og <maður> er klæddur
 
 vera maður sjálfur, vera hreinn og beinn
 það er vá fyrir dyrum
 
 það er háski í aðsigi, það er hætta á ferðum
 <honum> standa allar dyr opnar
 
 hann hefur alla möguleika, ekkert hindrar hann
 <heyskapur> stendur fyrir dyrum
 
 heyskapurinn er framundan
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Orðið <i>dyr</i> er fleirtöluorð í kvenkyni. Einar, tvennar, þrennar, fernar dyr.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík