Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ráðast so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 gera áhlaup, árás
 dæmi: lögreglulið réðst til inngöngu í bygginguna
 dæmi: Napóleon réðst inn í Rússland
 dæmi: hann réðst til atlögu við eldinn
 ráðast á <hana>
 
 fara að henni með valdi, gera árás á hana
 dæmi: ræningjar réðust á ferðamennina
 dæmi: hundur réðst á hana og beit hana
 dæmi: eigum við að ráðast á kræsingarnar?
 ráðast að <honum>
 
 gera árás á hann
 dæmi: þeir réðust að honum með bareflum
 2
 
 ráðast í <húsbygginguna>
 
 hefja húsbygginguna, leggja í framkvæmdina
 dæmi: fyrirtækið réðst í endurvinnslu á plasti
 dæmi: þau réðust í að kaupa einbýlishús
 3
 
 fara eftir (e-u), vera háð (e-u)
 dæmi: tekjur mínar ráðast af því hve mikið ég vinn
 dæmi: framboð námskeiða ræðst af eftirspurn
 4
 
 hafa ákveðna framvindu, málalok, lykta, verða ljóst
 dæmi: örlög hennar ráðast í prófinu á morgun
 dæmi: framtíð ríkisstjórnarinnar ræðst á næstu mánuðum
 það verður að ráðast
 
 það verður að koma í ljós, það verður að hafa sinn gang
  
orðasambönd:
 ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur
 
 velja ekki auðveldustu leiðina
 ráða
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík