Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

allt fn
 
framburður
 óákveðið fornafn
 form: hvorugkyn
 1
 
 sérstætt
 um hluti eða fyrirbæri, oft óskilgreind: hvert eitt og einasta af því sem vísað er til eða búast má við
 dæmi: allt hér inni er svolítið gamaldags
 dæmi: - sæl, hvað er að frétta? - allt gott
 dæmi: hann tók til hráefnið og blandaði svo öllu saman í stórri skál
 dæmi: íbúðin var falleg og þar var allt til alls
 dæmi: þeim gekk vel í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur
 allir
 2
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) með greini
 um tiltekinn hlut, afmarkað fyrirbæri, tímabil o.s.frv.: í heild
 dæmi: ertu búinn að lesa allt blaðið?
 allur
 3
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) án greinis
 hvers kyns, það sem tilheyrir einhverju (t.d. hlut, safni eða fyrirbæri) í heild sinni
 dæmi: ég er orðin þreytt á öllu nöldri
 allur
 4
 
 sem atviksorð
 alveg; algjörlega
 dæmi: við gætum þá allt eins farið strax á morgun
 dæmi: allt fram yfir miðja 20. öld voru hér bara mýrar
 dæmi: ég er allt annar maður eftir að ég grenntist svona
 dæmi: nýi bíllinn er allt öðruvísi en sá gamli
 5
 
 form: þágufall
 sem atviksorð
 með miðstigi lýsingarorða eða atviksorðs: talsvert, í samanburði við eitthvað annað: miklu
 dæmi: það var slæmt að týna töskunni en öllu verra að tapa því sem var í henni
 6
 
 form: eignarfall
 sem atviksorð
 samanlagt
 dæmi: alls kostaði þetta næstum tíu þúsund krónur
 7
 
 form: eignarfall
 sem atviksorð
 til áherslu með neitun (eða orði sem felur í sér neitun)
 dæmi: Rauðhetta mátti alls ekki fara út af stígnum
 dæmi: það má alls enginn koma inn fyrr en ég kalla
 dæmi: elsti bróðirinn kom alls óvænt frá útlöndum
 allt og sumt
 
 það eina
 dæmi: allt og sumt sem við þurfum að gera í dag er að skrifa nokkur bréf
 fyrir öllu
 
 mikilvægara en allt annað
 dæmi: það er fyrir öllu að fólk komist heim heilu og höldnu
 í allt
 
 samtals, samanlagt
 dæmi: hvað eru ljósmyndirnar margar í allt?
 í einu og öllu
 
 í öllum atriðum, algjörlega
 dæmi: þú verður að fara í einu og öllu eftir leiðbeiningunum
 í öllu falli
 
 að minnsta kosti
 dæmi: hún er í öllu falli ekki lengur hér í húsinu
 með öllu <bannað, óleyfilegt>
 
 algjörlega <bannað, óleyfilegt>
 dæmi: þjónustunni var hætt með öllu
 dæmi: vegurinn er með öllu ófær fólksbílum
 þrátt fyrir allt
 
 samt sem áður, hvað sem öllu líður
 dæmi: þau héldu að þau gætu þrátt fyrir allt lokið verkinu á réttum tíma
 allur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík