Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

mælir no kk
 
framburður
 beyging
 áhald til að mæla tiltekið fyrirbæri, t.d. hita, hæð yfir sjávarmáli, jarðskjálfta o.fl.
 [mynd]
  
orðasambönd:
 nú er mælirinn fullur
 
 nú er nóg komið
 <þetta á sér stað> í <verulegum> mæli
 
 ... í verulegu magni
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Í ríkum</i>, <i>miklum</i>, <i>verulegum</i>, <i>töluverðum</i>, <i>litlum mæli.</i> Séu fyrrnefnd lýsingarorð í miðstigi heyrast tvær beygingar: <i>í ríkara</i> (<i>meira</i>, <i>minna</i>) <i>mæli</i> og <i>í ríkari</i> (<i>meiri</i>, <i>minni</i>) <i>mæli</i>. Fyrri beygingin er fornleg, hin síðari í samræmi við beygingar í nútímamáli. Eldri beygingin veldur því e.t.v. að sumir telja að í orðasambandinu komi fyrir hvorugkynsorðið <i>mæli</i> (rödd, rómur, málfar; orðspor, eitthvað sem sagt er). Svo er ekki; þetta er karlkynsorðið <i>mælir</i>.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík