Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

öruggur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 ekki í neinni hættu, óhultur
 dæmi: við erum örugg hér meðan stormurinn geisar
 vera öruggur um <barnið>
 2
 
 sem er hægt að treysta, traustur, stöðugur
 dæmi: skurðlæknir þarf að hafa öruggar hreyfingar
 dæmi: lykillinn er geymdur á öruggum stað
 3
 
 óskeikull, viss, sem bregst ekki, óbrigðull
 dæmi: hann segist kunna öruggt ráð við kvefi
 dæmi: þetta er örugg leið til að fá kauphækkun
 það er öruggt að <hún kemur ekki aftur>
 
 það er alveg víst að ...
 4
 
 fullur sjálfstrausts, sjálfsöruggur
 dæmi: hann er mjög öruggur fyrirlesari
 vera öruggur með sig
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík