Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 önd no kvk
 
framburður
 beyging
 einkum bundið orðasamböndum
 andardráttur
  
orðasambönd:
 gefa upp öndina
 
 andast, deyja
 standa á öndinni
 
 vera andstuttur, ná varla andanum
 varpa öndinni
 
 andvarpa
 dæmi: hann varpaði öndinni þunglega
 varpa öndinni léttar
 
 andvarpa af létti eða feginleika
 <bíða> með öndina í hálsinum
 
 bíða mjög spenntur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík