Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ætla so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 hafa vissa ætlun, fyrirætlun
 dæmi: ég ætla að heimsækja hana
 dæmi: við ætlum að mála stofuna
 dæmi: hann ætlaði að fara að svara símanum
 2
 
 táknar ályktun út frá líkindum: virðast
 dæmi: þetta ætlar að verða gott sumar
 dæmi: hann ætlaði aldrei að ljúka ræðunni
 3
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 hafa fyrirætlun, áform (fyrir e-n), gera ráð fyrir (e-u)
 dæmi: kokkurinn ætlaði hverjum manni eina kökusneið
 dæmi: leikstjórinn ætlar henni hlutverkið
 ætla sér <þetta>
 
 hafa þessa fyrirætlun, áform
 dæmi: hann ætlar sér að verða stærðfræðingur
 dæmi: við ætluðum okkur ekki að safna skuldum
 4
 
 sem háttarsögn, táknar óvissu
 dæmi: ætli þetta sé ástæðan?
 dæmi: hvernig ætli sjúklingnum líði?
 ætli það
 
 táknar væga neitun: varla
 dæmi: hann fyrirlítur alla presta - nei ætli það
 ætli það ekki
 
 táknar vægar undirtektir: sennilega
 dæmi: er brauðið bakað? - já ætli það ekki
 5
 
 halda, álíta (e-ð)
 dæmi: sérfræðingar ætla að fiskistofninn sé í lágmarki
 það mætti ætla að <veður fari hlýnandi>
 
 gera má ráð fyrir, menn gætu haldið að ...
 ætla mætti að <bókin verði vinsæl>
 ætlast
 ætlaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík