Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

æfing no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: æf-ing
 1
 
 endurtekin athöfn, andleg eða líkamleg, til að ná sem bestum árangri á tilteknu sviði
 fara á æfingu
 dæmi: ég þarf að fá æfingu í að tala frönsku
 dæmi: leikarar eiga alltaf að mæta á æfingar
 dæmi: herinn hélt æfingar í lofthelgi Íslands
 2
 
 verkefni í skóla
 dæmi: blað með æfingum í stærðfræði
 dæmi: verklegar æfingar
 3
 
 líkamlegt eða andlegt ástand á tilteknu sviði
 halda sér í æfingu
 stunda æfingar
 vera (ekki) í æfingu
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>æfing</i> er <i>æfingar</i> en ekki „æfingu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>æfingarinnar</i> en ekki „æfingunnar“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík