Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bani no kk
 
framburður
 beyging
 dauði
 <skjóta, stinga> <hann> til bana
 
 dæmi: hann stakk konu sína til bana
  
orðasambönd:
 bíða bana
 
 látast í slysi
 dæmi: hann féll af þaki hússins og beið samstundis bana
 ráða <honum> bana
 
 myrða hann
 dæmi: óvinir forsetans réðu honum bana
 verða <manni> að bana
 
 myrða mann, vera valdur að dauða manns
 dæmi: hann játaði að hafa orðið manninum að bana
 <honum> er bráður bani búinn
 
 hann er í lífshættu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík