Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þörf no kvk
 
framburður
 beyging
 það að þarfnast e-s, eitthvað nauðsynlegt, eitthvað sem þarf
 dæmi: allir hafa þörf fyrir ást og umhyggju
 dæmi: það er þörf á breytingum í stjórnkerfinu
 brýn þörf
 þess gerist ekki þörf
 
 ekki er þörf á því, þess þarf ekki
 dæmi: hann ætlaði að hringja í lækni en þess gerðist ekki þörf
 <nota stafinn> eftir þörfum
  
orðasambönd:
 gera þarfir sínar <þar>
 
 láta frá sér hægðir, kúka þar
 hugsa <honum> þegjandi þörfina
 
 heita því með sjálfum sér að hefna sín á <honum> við tækifæri
 <peysan> kemur í góðar þarfir
 
 peysan kemur sér vel, það eru góð not fyrir peysuna
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík