Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þýða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 breyta (texta) af einu tungumáli á annað
 dæmi: hann hefur þýtt margar bækur
 þýða <bókina> (yfir) á <dönsku>
 
 dæmi: hann þýðir mest yfir á frönsku
 þýða <textann> úr <sænsku>
 
 dæmi: hún þýddi skáldsöguna úr ensku
 2
 
 merkja (e-ð)
 dæmi: ég veit ekki hvað þetta orð þýðir
 dæmi: rauða ljósið þýddi að eitthvað var að vélinni
 hvað á þetta að þýða?
 
 hver er meiningin með þessu?
 3
 
 það þýðir ekki að <kvarta>
 
 það gagnar ekki að kvarta, það hefur ekki tilgang
 dæmi: það þýðir lítið að fara í ferðalag í þessu veðri
 dæmi: það þýðir ekkert fyrir ykkur að streitast á móti lögreglunni
 4
 
 tölvur
 breyta forriti af æðra forritunarmáli í vélarmál
 þýddur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík