Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þú fn
 
framburður
 beyging
 persónufornafn
 persónufornafn
 1
 
 (2. persóna eintala) sá eða sú sem er talað til hverju sinni (í tali eða riti)
 dæmi: ferð þú í afmælið í kvöld? - nei, ég kemst því miður ekki
 dæmi: þú skalt koma tímanlega
 2
 
 -ðu (-u)
 (hengill aftan við sögn í upphafi beinna spurninga) þú
 dæmi: hefurðu frétt eitthvað af fundinum?
 dæmi: fórstu snemma heim? - já, ég varð að ná strætó
 3
 
 ótiltekin persóna, maður; (í ritmáli) lesandi texta (einkum í leiðbeiningum, ráðleggingum, ábendingum o.þ.h.)
 dæmi: þegar þú ert ungur þá finnst þér þú geta allt
 dæmi: þú brýtur eggin í skál og blandar mjólkinni við
 dæmi: þú getur slegið inn leitarorð eða hakað við ákveðinn valmöguleika
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík