Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þunnur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 (efni)
 sem hefur litla þykkt
 dæmi: þunnur sumarjakki
 dæmi: hann skar brauðið í þunnar sneiðar
 dæmi: á vatninu var þunnt lag af ís
 2
 
 (vökvi)
 sem er eins og vatn, hellist auðveldlega
 dæmi: þunn grænmetissúpa
 3
 
 (drykkur, blanda)
 mikið vatnsblandaður, daufur
 dæmi: þunnt kaffi
 4
 
 sem hefur lítið innihald
 dæmi: þessi fréttaskýringaþáttur var mjög þunnur
 5
 
 sem skortir vit, vitlaus
 dæmi: hann er ágætis náungi en frekar þunnur
 6
 
 eftir sig eftir drykkju, timbraður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík