Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þungur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem er mörg kíló að þyngd
 dæmi: hvað ertu þungur?
 dæmi: þung ferðataska
 vera þungur á sér
 
 vera hægur og þyngslalegur, hafa áreynslumiklar hreyfingar
 vera þungur til gangs
 
 eiga erfitt með gang
 2
 
 erfiður (að komast gegnum)
 dæmi: færð er þung á öllum vegum
 dæmi: textinn er of þungur fyrir byrjendur
 3
 
 (matur)
 sem er erfitt að melta
 dæmi: þú skalt ekki borða þungan mat rétt fyrir svefninn
 4
 
 (áhyggjur, áfall)
 sem hefur mikil áhrif, mikill
 dæmi: þau hafa þungar áhyggjur af dóttur sinni
 5
 
 alvarlegur í viðmóti, án glaðværðar
 dæmi: hún er svo þung í dag, tölum frekar við hana seinna
 vera þungur á brún(ina)
 vera þungur á svip(inn)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík