Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þröngur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem hefur lítið rými, plásslaus
 dæmi: þröngur gangur
 það er þröngt <í herberginu>
 
 dæmi: það er svo þröngt hér inni að skápurinn kemst ekki fyrir
 það er þröngt um <hana>
 
 dæmi: það er orðið þröngt um fjölskylduna í litla húsinu
 2
 
 (föt)
 of lítill og of þétt við líkamann
 dæmi: buxurnar eru allt of þröngar
 3
 
 (fjárhagur, kjör)
 erfiður, takmarkaður
 dæmi: fjárhagur fyrirtækisins er þröngur núna
 búa við þröngan kost
 4
 
 (afmarkaður, takmarkaður)
 afmarkaður, takmarkaður
 dæmi: hann bauð þröngum hópi vina sinna í afmælið
 dæmi: þessi ákvörðun þjónar aðeins þröngum hagsmunum efnafólks
 dæmi: ég legg þröngan skilning í reglurnar
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík