Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þræða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 draga þráð í gegnum (e-ð)
 dæmi: ég þræddi nálina
 dæmi: þau þræddu perlur upp á band
 2
 
 festa (flík) lauslega saman með nál og tvinna
 dæmi: klippið efnið og þræðið það saman á jöðrunum
 3
 
 fara ákveðna slóð eða stíg, rekja sig eftir stíg
 dæmi: hann þræddi troðninginn meðfram ánni
 dæmi: hún þræddi göturnar eftir kortinu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík