Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þrátt fyrir fs
 
framburður
 fallstjórn: þolfall
 þótt e-ð tiltekið sé fyrir hendi
 dæmi: börnin komu öll í skólann þrátt fyrir ófærðina
 dæmi: við erum bjartsýn þrátt fyrir erfiðleikana
 þrátt fyrir allt
 
 dæmi: þeir eru enn vinir þrátt fyrir allt
 dæmi: þrátt fyrir allt hefur hagur þjóðarinnar batnað
 þrátt fyrir að
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Orðasambandið <i>þrátt fyrir</i> fer oft illa á undan setningum: „hann kom ekki þrátt fyrir að hún hefði beðið hann“ eða „hann kom ekki þrátt fyrir það að hún hefði beðið hann“. Í staðinn færi betur á <i>þótt</i> eða <i>enda þótt</i>: <i>hann kom ekki þótt hún hefði beðið hann; hann kom ekki enda þótt hún hefði beðið hann.</i><br><i>Þrátt fyrir</i> á fremur heim á undan nafnorðum (ásamt fylgiorðum): <i>Hann kom ekki þrátt fyrir beiðni hennar. Þrátt fyrir góðan undirbúning komst liðið ekki í úrslit.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík