Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þjóta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fara mjög hratt
 dæmi: börnin þutu á sleðum niður brekkuna
 dæmi: hann sá strætisvagninn þjóta fram hjá sér
 dæmi: hún spratt á fætur og þaut til dyra
 2
 
 hvína
 dæmi: vindurinn þaut í trjákrónunum
 það þýtur í <skóginum>
  
orðasambönd:
 láta <kvörtunarorð hans> sem vind um eyru(n) þjóta
 
 hlusta ekki á þau, taka ekki tillit til þeirra
 þjóta upp til handa og fóta
 
 bregðast skyndilega og kröftuglega við (e-u)
 dæmi: við þutum upp til handa og fóta þegar kötturinn kom inn með mús
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík