|  |  framburður | 
|  | eignarfornafn, almennt á eftir nafnorðinu en getur stundum staðið á  undan því (og þá einnig lýsingarorðum og/eða töluorði) | 
|  | 1 | 
|  | 
|  | (eignarfornafn) sem þú átt, sem tilheyrir þér |  |  | dæmi: viltu lána mér pennann þinn smástund? |  |  | dæmi: það er kveikt á tölvunni þinni |  |  | dæmi: ekki vildi ég vera í þínum sporum |  |  | dæmi: gætirðu komið með þína eigin tölvu? | 
 | 
|  | 2 | 
|  | 
|  | (eignarfornafn) sem þú hefur, sem tengist þér |  |  | (yfirleitt ekki greinir á nafnorðinu) |  |  | dæmi: hvert er álit þitt á nýjustu bók höfundarins |  |  | dæmi: ég held að þú fáir rukkun í heimabankann þinn |  |  | dæmi: hver er uppáhaldsliturinn þinn? |  |  | dæmi: þú kemst allra þinna ferða á hjólinu |  |  | dæmi: ég veit að þú vilt helst vera þinn eigin herra | 
 | 
|  | 3 | 
|  | 
|  | sérstætt |  |  | (eignarfornafn) sem þú átt eða hefur, sem tengist þér |  |  | dæmi: nú fer ég mína leið og þú getur farið þína |  |  | dæmi: ég eldaði matinn svo nú er þitt að þvo upp |  |  | dæmi: þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin | 
 | 
|  | 4 | 
|  | 
|  | (eignarfornafn; um fólk) sem tengist þér |  |  | dæmi: hvernig hefur hún mamma þín það? |  |  | dæmi: er Sölvi mágur þinn? - já, hann er giftur yngstu systur minni |  |  | dæmi: þú getur beðið þjónustufulltrúann þinn að ganga frá greiðslunni | 
 | 
|  | 5 | 
|  | 
|  | í ávarpi |  |  | (eignarfornafn; í skömmum eða tiltali við fólk) |  |  | dæmi: þegiðu þarna, fíflið þitt! |  |  | dæmi: það er enginn fjársjóður hér, kjáninn þinn | 
 | 
|  | 6 | 
|  | 
|  | eignarfornafn; í niðurlagi persónulegra bréfa ((oftast) með mannsnafni) |  |  | dæmi: kær kveðja, þín Elsa |  |  | dæmi: vertu sæl, þinn elskandi bróðir | 
 | 
|  | 7 | 
|  | 
|  | sérstætt, barnamál |  |  | hlutverk eða persóna þess sem talað er við (einkum í leik) |  |  | dæmi: nú er þinn búinn að tapa | 
 |