Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þetta fn
 
framburður
 form: hvorugkyn
 ábendingarfornafn
 1
 
 hliðstætt
 þessi
 2
 
 sérstætt
 vísar til óskilgreinds en nálægs og oft sýnilegs hlutar (eða safns af hlutum) eða til einhvers sem er sagt eða gert
 dæmi: hvað kostar þetta?
 dæmi: nýjar kartöflur eru góðar með þessu
 dæmi: segðu engum frá þessu
 dæmi: krakkar, hættið þið þessu strax!
 hitt og þetta
 
 ýmislegt
 dæmi: við spjölluðum um hitt og þetta
 3
 
 sérstætt
 í upphafi setningar (með so. "vera"): bendir á manneskju, hlut o.fl. sem verið er að kynna eða skýra
 dæmi: þetta er Finnur bróðir minn
 dæmi: hvað er þetta? - þetta eru sokkabuxur
 dæmi: góðan dag, þetta er Pálína Jónsdóttir sem talar
 4
 
 um fólk, oft niðrandi: vísar til ótilgreinds hóps
 dæmi: þetta er ungt og leikur sér
 dæmi: þetta er alltaf að tuða endalaust
 (rétt) í þessu
 
 rétt áðan, alveg nýskeð
 dæmi: hann var bara að koma rétt í þessu
 til þessa
 
 hingað til, þar til nú
 dæmi: það hafa bara tveir sýnt áhuga á starfinu til þessa
 úr þessu
 
 eftir þetta, seinna en þetta
 dæmi: þau hringja örugglega ekki úr þessu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík